UM HÁTÍÐINA

700IS 2012

Kvikmynda- og vídeólistahátíð á Austurlandi 700IS HREINDÝRALAND hóf göngu sína árið 2006 að frumkvæði Kristínar Scheving myndlistarkonu og þáverandi framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og er nú haldin í sjöunda sinn 24. - 29. mars næstkomandi. Þá viku sýnir 700IS Hreindýraland úrval vídeóverka og einnig er prógram valið af Helenu Jónsdóttur, danshöfundi og listakonu, sem var hluti af Reykjavík Dance Festival sl. haust.

Í valinni dagskrá í Sláturhúsinu verður kynntur rjóminn í íslenskri og alþjóðlegri dansmyndagerð. Breiddin er mikil og viðfangsefnin ólík, en dans og hreyfing koma þar alls staðar við sögu í margvíslegu og ólíku listrænu samhengi. Þess utan kynnir Hreindýraland dagskrá sem gestasýningarstjórarnir Ivanov & Chan frá Orkneyjum hafa tekið saman frá hátíðinni Papay Gyro Nights, Juha Van Ingen sýningarstjóri frá Finnlandi Niclas Hallberg frá Svíþjóð ásamt Kristínu Scheving kynna Norræna samstarfsverkefnið NOVA http://www.northernvideoart.net þar sem er að finna yfir 60 norræna listamenn, sem vinna með vídeó og New Media.

Kristín Scheving stofnandi hátíðarinnar:
´Ég fékk Helenu Jónsdóttur til að vera listrænan stjórnanda að einum hluta hátíðarinnar í ár. Við unnum saman við Reykjavík Dance Festival sl. haust og mér fannst tilvalið að fá fersk augu og nýja sýn á þema Hreindýralands - hátíðarinnar í ár. Á hverju ári er mismunandi þema og í ár er það semsagt hreyfing / dans á mynd. Íris Lind Sævarsdóttir hefur unnið með mér að hátíðinni síðan 2007 og er framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár og einnig fengum við til liðs við okkur Emelíu Antonsdóttur sem hefur sl. ár verið með dansskóla á Fljótsdalshéraði á sumrin. Við vinnum síðan náið með framkvæmdastjóra Sláturhúss Menningarseturs, Halldóri Waren og Fljótsdalshérað er einn af stærstu styrktaraðilum hátíðarinnar í ár eins og síðustu ár.

NOVA verkefnið er einnig mjög spennandi norrænt verkefni sem byrjaði fyrir rúmu ári síðan og er þar að finna yfir 60 listamenn sem vinna með vídeó og New Media frá Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi og munu bætast við í þann hóp 40 listamenn frá Noregi og Danmörku í sumar. NOVA ferðast um heiminn og á síðustu mánuðum sýnt í Berlín, á Orkneyjum, í Noregi og mun á næstunni vera með sýningar í Helsinki, Hong Kong og fleiri stöðum. ´

Eitthvað fyrir alla íbúa Austurlands!

Íris Lind Sævarsdóttir framkvæmdarstjóri hátíðarinnar:
´Frá upphafi hefur það verið mjög mikilvægt fyrir okkur að ná til sem flestra í samfélaginu. Við höfum verið með sérstaka dagskrá fyrir ýmsa aldurshópa, sérvalin verk fyrir leikskólabörn, grunnskóla og menntaskólanemendur hafa fengið leiðsögn um sýningarnar og einnig höfum við boðið upp á sýningar í félagsheimili eldri borgara. Nú þegar hafa margir hópar skráð sig og stefnir því í fjöruga daga í Hreindýralandi.´

Bílabíó á Egilsstöðum: Boðið verður upp á bílabíó, þar sem Sigurjón Sighvatsson hefur gefið leyfi til að sýna myndina ´A 21st Century Portrait´ um ZINEDINE ZIDANE, og verður henni varpað utan á Sláturhúsið á Egilsstöðum og hljóðið á myndinni getur fólk nálgast á útvarpsrás Sláturhússins.


700IS 2011

700IS 2011 hátíðin var haldin frá 19 - 25 mars. Hún var með svipuðum hætti og 2009 hátíðin, aðeins minni en 2008 og 2010. Við buðum nokkrum hópum af listamönnum sem vinna með gagnvirka list til að sýna í Sláturhúsinu. Einnig buðum við, gesta sýningarstjórum sem sýndu vídeóverk frá ýmsum löndum. Aðal viðburður hátíðarinnar var Alternative Routes sýningin þar sem vinningshafar frá hinum hátíðum í EU samstarfinu sýndu á samsýningu í Sláturhúsinu.

Árið 2011 var hátíðin tilnefnd til Eyrarrósarinnar.

still

still

still

 

Þú getur lesið um Alternative Routes verkefnið hér

Dagskrá hátíðarinnar finnur þú hér

Listamenn 2011 - finnur þú hér

 

700IS 2010

Alþjóðlega videó- og tilraunakvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland var haldin í  fimmta sinn á Egilsstöðum 20. – 27. mars.  3 verðlaun voru veitt, fyrir mynd hátíðarinnar, ´LoopLoop´ eftir Patrick Bergeron frá Quebec, Kanada. Hann var viðstaddur hátíðina og sagði frá verkinu. Áslaug Einarsdóttir hlaut verðlaunin íslenska mynd hátíðarinnar fyrir myndina ´Lóla´.

 

still

still

 

Að þessu sinni var metþátttaka – innsend verk voru 642 frá 49 löndum; af þeim voru 76 verk valin til sýningar.

 


Þar að auki sýndi Steina vídeóverk fyrir 6 skjái í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Víðsvegar um Sláturhúsið voru svo hin 76 verkin sýnd þessa, en einnig voru listamenn og forstöðumenn samstarfshátíða með listamannaspjall við 3 tækifæri og kínverskt tilraunabíó. 

 

photo

photo


700IS er komið  í Evrópusamstarf. Það felur í sér að 4 vídeóhátíðir; auk 700 eru það moves Bretlandi, INTERMODEM í Ungverjalandi og FRAME Research í Portúgal sem hafa nú valið hvert verðlaunaverkið (úr innsendum, evrópskum verkum). Þessi 4 verk eru nú sýnd á hátíðunum í öllum löndunum, fyrst var það nú í byrjun maí 2010 í Debrecen til apríl 2011 og höfundar þeirra hlutu verðlaun og vegsauka. 


Einnig er hátíðin nú í samstarfi við Norrænan listaþríæring sem haldinn verður í fyrsta sinn nú í vor í Eskilstuna í Svíþjóð. Það fer þannig fram að úrval verka frá 700IS verður sýnt ytra.  Sara Björnsdóttir vann AR verðlaunin á Íslandi.

 


Enn ein nýbreytni í ár var sérstök gestavinnustofa. Gestalistamaður í Skaftfelli á Seyðisfirði, það var listamaðurinn Asle Lauvland Petterson frá Norður Noregi; í Sláturhúsinu á Egilsstöðum var Jym Darling frá Írlandi og Charles Ross (UK) búsettur á Eiðum, ásamt Matta Sarinen (frá Finnlandi) unnu á Eiðum.

 


Fyrir utan ofantalið  var efnt til sérstakrar ,,stillusýningar” víða um landið.  Það þýðir að kyrrmyndir úr völdu vídeóverkunum voru sýndar á skjám hér og þar um landið í aðdraganda hátíðarinnar fyrir austan.  

Sjá dagskrá hátíðarinnar í ár.


Listamennina sem áttu verk sem voru valin í ár er einnig að finna undir listamenn 2010

Hér má sjá stutt vídeó frá lokahófi 700IS 2010 þar sem Karna og Seb sýndu verk, þau gerðu þetta vídeó. Ólöf Björk Bragadóttir og Kristín Scheving sáu um sýningarstjórnun.


Að hátíðinni lokinni fór úrval mynda, (sérvalin syrpa og stundum öll valin verk) af hátíðinni á flakk og verður sýnt á videóhátíðum á þessu ári í:
Liverpool í Bretlandi í apríl, Debrecen í Ungverjalandi í maí, Ítalíu og Noregi í maí, Eskilstuna í Svíþjóð í maí, Berlín í júní, Póllandi í ágúst, Færeyjum í október og Portó í Portúgal í nóvember.   


Ásamt því að vera í Evrópusamstarfi með hátíðunum í Liverpool, Debrecen og Portó, Alternative Routes, erum við nú í norrænu samstarfi með Formverk í Svíþjóð (Eskilstuna) þar sem ´Nordic Art Triennale´ (Norrænn listaþríæringur) var haldinn í fyrsta sinn í vor.  

  
kveðja 700IS 2010 teymið. 

 
Kristín Scheving, framkvæmdastjóri, sýningastjóri 
Íris Lind Sævarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri 
Þórunn Hjartardóttir, meðstjórnandi
Maximillian Riley yfirumsjón með hönnun, grafískur hönnuður
Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, grafískur hönnuður 
Ólöf Björk Bragadóttir, með-sýningastjóri lokahófs 27. mars 
Valnefnd fyrir verk hátíðarinnar, íslenska verk hátíðarinnar og AR verk 700IS: Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Þórunn Eymundardóttir, Þórunn Hjartardóttir, Íris og Kristín.  
Þar að auki koma fjölmargir að skipulagningunni, eins og Ingunn Þráinsdóttir hjá MMF, Halldór Warén hjá Sláturhúsinu Menningarsetri.

 

700.is.reindeerland@gmail.com

Við erum á facebook:

Reindeerland Iceland

og á twitter 700IS

 

700IS 2009

700IS hreindýraland var haldin í fjórða sinn árið 2009.

Hún var með öðru sniði en venjulega þar sem 8 listamönnum var boðið að setja upp verk í Sláturhúsinu.

Fyrirhugað er að halda stærri hátíð annaðhvert ár, en hafa hana lágstemmdari með sérstöku thema hitt árið. Að þessu sinni var áherslan lögð á innsetningar. Eins og fyrr segir voru það 8 listamenn sem settu upp 7 videoinnsetningar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Einnig voru fjórum gesta sýningarstjórum frá svipuðum hátíðum boðið að sýna prógröm þeirra.

 

Listamennirnir í Sláturhúsinu voru:

Andreas Templin (DEU)
Johanna Reich (DEU)
Julie Sparsö Damkjaer (DEN)
Hrafnkell Sigurðsson (IS)
Lana Vogestad (USA/IS)
Sigrún Lýðsdóttir & Tom Goulden (IS+GB)
Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir (IS)


Gestasýningastjórar - hátíðir:


Agricola de Cologne / Cologne OFF (Online Film Festival) (GER)
Pascale Moyse / MOVES (Movement on Screen) (UK)
Eva Olsson & Jonas Nilsson / AVS, Art Video Screening (Örebro Festival) (SWE)
Pau Pascual Galbis / VAIA, International Video Art Festival (ESP)

 

700IS 2008

Hátíðin í ár var haldin 29 mars - 5 apríl 2008.

Opnunarhátíðin var í Sláturhúsinu- Menningarsetri ehf. á Egilsstöðum.

 

Í frystiklefanum var sýnt verkið Hanaegg eftir Ólöfu Nordal sem hún gerði í samstarfi við Þuríði Jónsdóttur tónskálds og Ásgerði Júníusdóttur.

 

Á efri hæðinni höfðu Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden sett upp vídeóverk sem var unnið með veggjalist.

Þá voru verðlaun veitt fyrir verk hátíðarinnar og íslenska verk hátíðarinnar.

 

Verk hátíðarinnar var ´The Collision´ eftir Max Hattler

og íslenska verk hátíðarinnar var eftir Þórð Grímsson ´Noise Sequence´

700IS 2008 er nú á ferðalagi, verður sýnt í Alsager Gallery, Manchester, Bretlandi / ASU Media Center, Arizona, Bandaríkjunum / Örebro video art festival, Svíþjóð / og fleiri staðir koma til greina.

--------------------------------------------------------------------------------

700IS 2007

 

Kvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland var haldin í annað sinn  í mars lok 2007. 

Hún var aðallega haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, þar sem opnunardagskráin fór fram. 

Fram komu austurrísku listamennirnir Mathias Fuchs og Werner Möbius og sýndu þar verk þeirra ´postvinyl´.  Einnig spilaði með þeim íslenskur plötusnúður, Gísli Galdur.

 

´Postvinyl´

Werner and Mathias

Gísli Galdur (DJ Magic)

Angela Ellsworth's ´Hot Air ´

Helena Stefansdottir's ´Anna´

 

Listamennirnir sem tóku þátt komu frá öllum heimshornum og þó nokkuð margir lögðu leið sína til Íslands.  Þetta var viku löng hátíð í ár og voru sýnd vídeóverk á víða og dreif um sveitarfélagið.  Einnig var gaman að ýmis fyrirtæki í sveitarfélaginu sýndu hluta af verkunum.

Það voru sérstök kvöld að Skriðuklaustri, fyrir heimildarmyndir og á Eiðum var haldið listamannaspjall með Steinu Vasulka, Rúrí og Finnboga Péturssyni.  Sigurjón Sighvats stjórnaði listamannaspjallinu.

Innsend verk að þessu sinni voru rétt um 500 og af þeim voru 85 valin til sýningar.  Mikið af verkum koma árlega frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Hollandi, en einnig kemur fjöldinn allur af verkum frá Austur Evrópu, Asíu og svo framvegis.

 

Hópurinn sem valdi verk hátíðarinnar og besta íslenska verkið var blanda af myndlistarkonum, grafísku hönnuðum, fjölmiðlafólki og ljósmyndurum búsettir á Austurlandi. 
Þótti valið mjög erfitt í ár eins og árið áður en eftir miklar rökræður voru eftirtalin verk valin:

 

Verk hátíðarinnar fór til Angelu Ellsworth frá Bandaríkjunum fyrir mynd hennar ´HOT AIR´, mjög persónulegt verk sem snart 700 hópinn djúpt.

 

 

 

Íslenska verk hátíðarinnar ´Anna´ eftir Helenu Stefánsdóttur. 

Á síðasta ári var búinn til sérstakur DVD diskur með úrvali af verkum úr hátíðinni og ferðaðist sá DVD til 7 landa.  Í ár er það sama uppi á teningnum nema að aðeins hafa verið valdir 3 staðir sem ´700IS selection 2007´ fer á og það eru Sánkti Pétursborg í Rússlandi í september (Bodina filmcentre), Manchester í Englandi í október (MMU) og síðan Arizona í Bandaríkjunum í nóvember (ASU).

Þessu ferðalagi fylgir einnig fyrirlestur og vinna með ungum vídeólistamönnum á öllum þessum stöðum í samvinnu við listaháskóla þarlendis og mun stjórnandi hátíðarinnar Kristín Scheving sjá um það.

 

 

 

700IS 2006

700IS Hreindýraland val haldin í fyrsta sinn árið 2006.

700IS 2006 var þriggja daga hátíð á nokkrum stöðum á Austurlandi og mun á næstu hátíð vera viku löng hátíð. 

Fyrsta hátíðin var sett af frú Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Menntamálaráðherra og var á meðal atriða á opnunni danshópur frá Bretlandi ´the Voiddance´ boðinn til að sýna þar sem þau vinna með video og hljóði – ásamt því að dansa.  Þau sýndu síðan í gömlu sundlauginni að Eiðum.  Auk þess voru þau 50 verk sem valin höfðu verið sýnd á opnunni.   Eftir hátíðina var farið í það að velja úr þessum 50 verkum og var það að hluta gert í samráði við áhorfendur á sýningunum og 700IS hópnum.  Þau 11 verk sem voru síðan valin úr voru sett á sér DVD sem hefur nú verið sýndur í Reykjavík á Sequences hátíðinni, í Bandaríkjunum, Noregi, Bretlandi, Litháen, Spáni og í Kanada.  Þetta er það sem að 700IS hópnum finnst jafnvel meira virði en sýningin sjálf – það er ferlið sjálft sem er áhugavert.  Það sem gerist fyrir sýninguna – sýningin sjálf og síðan það sem gerist eftir sýninguna.  Þar sem verkið hefur ferðast frá einhverju landi (eða innan Íslands) og fer síðan á annað ferðalag eftir að hafa verið á sýningunni á Íslandi.

Á fyrstu hátíðinni voru valin voru 2 verk sem hlutu sérstök peningaverðlaun og verður það fastur liður með hjálp góðra styrktaraðila.

Lydia Moyer frá Bandaríkjunum hlaut peningaverðlaun og var boðin til Íslands frá Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem hennar verk var valið verk hátíðarinnar. 

 

´South Dakota´ by Lydia Moyer